Beint streymi

Ég er með 4 ára reynslu af streymi viðburða af öllum stærðum og gerðum og notast við 4 myndavélar og 2 hljóðnema. Allur búnaður uppfyllir strangar gæðakröfur og hljóðnemarnir eru einnig þráðlausir og þægilegir í notkun. Streymisþjónusta er tilvalin fyrir ýmsa fögnuði, fyrirlestra, útfarir, brúðkaup, almennar kynningar eða opna viðburði. 
​Ég kappkosta að gæðin verði góð og verðlagningin sanngjörn.

Gerð kennsluefnis

Framleiðsla kennsluefnis í stafrænu margmiðlunarformi hefur aukist gífurlega síðustu ár, ekki síst vegna Covid-19. Ýmis fyrirtæki og stofnarnir hafa t.a.m. látið gera kennsluefni fyrir t.d. Office 365 o.fl. 

Markaðssetning

Ég starfa með Reykjavík Marketing að gerð auglýsinga og annars markaðsefnis fyrir samfélagsmiðla, sjónvarp, útvarp o.s.frv. Reykjavík Marketing leggur sérstaka áherslu á persónulega þjónustu og gott samband við sína viðskiptavini. Það er mér sannur heiður að vinna með snillingi eins og Hlyni Þór Agnarssyni og hans góða fólki. 

 
 

Ólafur Kristjánsson

Ég hef lengst af starfað sem tölvukennari og þáttastjórnandi og verið sýnilegur í fjölmiðlum þar sem fjallað er um tölvur og tæknimál. Ég hef verið tíður gestur á Bylgjunni og K100 þegar kemur að umfjöllun um ýmis tæknimál. Auk þess stjórnaði ég þáttunum „Tölvur og tækni“ á ÍNN og Hringbraut. 
Áhugi minn liggur í öllu því sem við kemur ljósmyndun, upptökum á stiklum, Photoshop og allri almennri klippivinnslu. Mín sérhæfing liggur í forritum frá Adobe og notkun þeirra. 
Auk þess að vera montinn, hnyttinn og sjálfhverfur, þá tel ég mig búa yfir stórskrýtinni snilligáfu sem lýtur að því að hjálpa fólki sem kann „minna en ekki neitt“ á tölvur og ýmis önnur tæki. 

Óli-2.png