top of page

Þarf að kenna ákveðnum hópi fólks á ákveðin forrit, tæki eða tól? Er æskilegt að sú kennsla sé alltaf til og hægt sé að grípa í hana án þess að kalla til kennara og greiða fyrir námskeið í hvert skipti? 
Ég tek að mér framleiðslu kennsluefnis á flest allan hugbúnað, hvort sem er í tölvu eða snjalltækjum. Mörg fyrirtæki, skólar, stofnanir og sveitarfélög hafa leitað til mín í gegnum árin varðandi framleiðslu slíku kennsluefni og hefur það gefið góða raun. 
Möguleikarnir eru endalausir, það má segja að hægt sé að útbúa fræðsluefni um nánast hvað sem er. Sem dæmi má nefna efni sem ég hef framleitt um vínsmökkun fyrir Vínsmakkarann og kennsluefni í matreiðslu fyrir Matreiðslumeistarann. 
Ert þú með verkefni sem þú vilt skoða nánar? Ekki hika við að hafa samband. Ég kappkosta að klára öll mín verkefni með sóma. Hér má sjá nokkur verkefni sem ég hef unnið í gegnum tíðina. 

Hér eru tenglar á nokkur verk sem ég hef framleitt

Reykjavík Marketing - Landspítalinn - SAk - Ntv - Blindrafélagið - Iðan fræðslusetur - Menntamálaráðneytið 
Bylgjan - Protec - Bfo - SolIce.com

 

bottom of page