top of page

Upp

Þjónusta
Beint streymi
Hér er í boði mjög sérhæfð þjónusta í beinu streymi. Allur búnaður uppfyllir strangar gæðakröfur. Streymisþjónusta er tilvalin fyrir ýmsa viðburði.
Ég kappkosta að gæðin verði góð og verðlagningin er sanngjörn.
Gerð kennsluefnis
Framleiðsla kennsluefnis í stafrænu margmiðlunarformi hefur aukist gífurlega síðustu ár. Ýmis fyrirtæki og stofnarnir hafa t.a.m. látið gera kennsluefni fyrir t.d. Office 365 o.fl.
Námskeið í gervigreind
Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa áhuga á að læra grunnatriði gervigreindar. Markmið námskeiðsins er að undirbúa þátttakendur fyrir frekari notkun á gervigreindar fræðum og tengdum sviðum.
GERVIGREIND TIL ÁRANGURS Í STARFI – HAGNÝTT NÁMSKEIÐ FYRIR STJÓRNENDUR
Gervigreind er öflugasta verkfæri nútímans, en hún nýtist aðeins ef þú kannt að stjórna henni. Í þessu námskeiði förum við yfir hvernig þú breytir gervigreind úr leikfangi í öflugan samstarfsfélaga sem léttir undir í stefnumótun, skýrslugerð og hugmyndavinnu.
Ég fer beint í verkið með raunhæfum æfingum í íslensku umhverfi. Lærðu að skrifa fyrirmæli sem skila toppárangri, greina flókin gögn og búa til efni á augabragði. Tveir tímar sem breyta því hvernig þú vinnur til frambúðar.

Kennslufyrilestrar
Ólafur Kristjánsson
Ólafur Kristjánsson

Ég hef lengst af starfað sem tölvukennari og stafrænn myndsmiður og verið tíður gestur á Bylgjunni og K100 þegar kemur að umfjöllun um ýmis tæknimál.
Áhugi minn liggur í öllu því sem við kemur ljósmyndun, upptökum á stiklum, Photoshop og allri almennri klippivinnslu. Mín sérhæfing liggur í forritum frá Adobe og notkun þeirra. Áhugi minn á gervigreind mun án efa nýtast þeim fyrirtækjum sem óska eftir því.
Auk þess að vera montinn, hnyttinn og sjálfhverfur, þá tel ég mig búa yfir stórskrýtinni snilligáfu sem lýtur að því að hjálpa fólki sem kann „minna en ekki neitt“ á tölvur og ýmis önnur tæki.
bottom of page