top of page
Ólafur-að-kenna.png

Flest ef ekki öll fyrirtæki nota Microsoft Office vinnuumhverfið sem er í mikilli þróun og tekur breytingum reglulega. Til þess að mæta notendum þá bíð ég upp á klukkutíma mismunandi kennslufyrirlestra sem fer þannig fram að ég mæti á staðinn og skerpi á þekkingu starfsmanna sem eru að nota Microsoft Office. Nokkur sérsniðin námskeið eru í boði eins og t.d. Outlook, OneDrive, Teams o.fl. Kennslufyrirlestur er tekinn upp þannig að starfsmenn geta rifjað upp seinna.

Kennslan fer þannig fram að ég mæti á vinnustað, tengi mig við skjávarpa eða skjá og fram fer sýnikennsla. Eftir kennslu svara ég spurningum og fæ mér kaffi með starfsmönnum. Ef einhver þarf sérkennslu eftir fyrirlestur er það ekkert mál.

Upptaka af fyrirlestri verður tilbúin fljótlega eftir kennslu. Kaupandi fær afrit af kennslu fyrirlestrinum sér til eignar og getur geymt á sinni eigin efnisveitu t.d. Vimeo eða Workplace. 

Upptaka og frágangur á kennslu stiklu er innifalið í verði.

Námskeið
Outlook
OneNote
OneDrive
Teams

 

Tími
60 mín
60 mín
60 mín
60 mín

Verð (uppfært 28.02.2024)
Fjödi 1-10 (kr. 146.000)
Fjöldi 10-20 (kr. 164.000)
Fjöldi yfir 20 (tilboð)

Nú er um að gera að hringja og fá nánari upplýsingar.
Símanúmerið er ekki flókið 6868686 
Ef svo ólíklega vill til að ég næ ekki að svara þá er um að gera að senda sms eða senda póst á olafur@netkynning.is

bottom of page