Fáðu sérfræðing í framleiðslu á markaðsefni og aðstoð við markaðssetningu til að efla fyrirtækið.
Um mig Ólaf Kristjánsson
Ég hef lengst af starfað sem tölvukennari og stafrænn myndsmiður og verið tíður gestur á Bylgjunni og K100 þegar kemur að umfjöllun um ýmis tæknimál.
Áhugi minn liggur í öllu því sem viðkemur ljósmyndun, upptökum á stiklum, Photoshop og allri almennri klippivinnslu. Mín sérhæfing liggur í forritum frá Adobe og notkun þeirra.
Þekking mín á gervigreind mun án efa nýtast þeim fyrirtækjum sem óska eftir henni.
Auk þess að vera montinn, hnyttinn og sjálfhverfur, þá tel ég mig búa yfir stórskrýtinni snilligáfu sem lýtur að því að hjálpa fyrirtækjum að vera sjáanleg á samfélagsmiðlum með Meta Business Suite og fleiri verkfærum.
...og þetta eru ummæli þeirra
Við hjá Reykjavík Marketing höfum unnið mikið með Netkynningu undanfarin ár með góðum árangri. Ólafur er áreiðanlegur og skilar alltaf góðri vinnu á tilsettum tíma og er úrræðagóður með meiru.
Hlynur Þór Agnarsson
Reykjavík marketing ehf.
Ég fékk Ólaf til að framleiða kynningarefni fyrir Alfred Jobs á Möltu í janúar 2024. Verkefnið var krefjandi og tímaramminn þröngur. Við náðum að gera ótrúlega mikið á stuttum tíma.
Páll Árnason
Alfred Jobs Malta.
Ólafur er sannur fagmaður og alltaf til í að gera það sem gera þarf til koma hlutum í framkvæmd. Myndirnar hans voru ómissandi fyrir Verk & Vit og hafa vakið athygli birgja og framkvæmdaraðila.
Kristján Már Gunnarsson
Límtré Vírnet ehf.
Við leituðum til Ólafs til að gera fræðsluefni um Google o.m.fl. Verkefnið tókst vel til og hefur efnið notið mikilla vinsælda.
Sigurður Fjalar Jónsson
Iðan fræðslusetur.
...og hvað get ég svo gert?
Framleiðsla á kynningarefni
Framleiðsla á hágæða kynningarefni er góð leið til að hámarka áhrif þín á samfélagsmiðlum. Ég framleiði hágæða kynningarefni sem fangar athygli og vekur áhuga áhorfenda. Með minni reynslu og fagþekkingu skapa ég efni sem bæði upplýsir og heillar, hvort sem um ræðir viðburðamyndbönd, upplýsandi kennsluefni eða sérsniðið kynningarefni fyrir vörur og þjónustu.
Námskeið í AI
Upplýsandi kennsla þar sem þú kynnist nýjustu og öflugustu gervigreindarlausnum frá OpenAI, Google og Microsoft. Þessi lausn mun ekki aðeins breyta heiminum heldur einnig móta framtíðina í samskiptum og viðskiptum.
Myndvinnsla
Sérhæfð myndvinnsluþjónusta sem gerir fyrirtækjum kleift að hámarka áhrif auglýsingaefnis og kynningarefnis. Með áralangri reynslu í notkun Adobe-forrita og annarra myndvinnslutækja get ég tryggt að allt myndrænt efni verði af hæstu gæðum og nái að skila réttum skilaboðum til markhóps.
Kennslufyrirlestrar
Flest ef ekki öll fyrirtæki nota Microsoft Office vinnuumhverfið sem er í mikilli þróun og tekur breytingum reglulega. Til að mæta notendum býð ég upp á kennslufyrirlestra um t.d. Outlook, OneDrive, Teams o.fl.
Beint streymi
Ég er með tæki til að streyma eða upptöku á viðburði þar sem hægt er að deila augnablikum í rauntíma, hvort sem þú vilt streyma viðburði, fyrirlestri, kennslustund eða listrænni upplifun. Tækjabúnaður, fjórar hágæða myndavélar og þráðlausir hljóðnemar.
Gerð kennsluefnis
Þarf að kenna ákveðnum hópi fólks á ákveðin forrit, tæki eða tól? Ég framleiði kennsluefni á flestallan hugbúnað sem nýtist fyrirtækjum og stofnunum.
Hver er ávinningurinn
Það felur í sér mikinn sparnað og ávinning fyrir fyrirtækið að ráða mig tímabundið, þar sem það nýtir sér sérhæfða þjónustu mína, tækjakost og hugbúnað án þess að þurfa að bera háan fastan kostnað.
Fyrirtækið nýtur einnig góðs af því að fá aðgang að öllum þeim tækjum og gagnabönkum sem ég hef upp á að bjóða, eins og hágæða myndavélum, þráðlausum hljóðnemum og búnaði fyrir beint streymi, færanlegu green screen stúdíói, án þess að þurfa að bera kostnað við kaup á þessum búnaði.
Samstarfsaðilar
Reykjavíkurborg Mannauðs- og starfsumhverfissvið
Iðan fræðslusetur fræðsluefni
Límtré vírnet aðstoð við gerð á kynningarefni
Harpa útfarastofa streymi
Fitnesssport aðstoð við gerð kynningarefnis
Landspítalinn fræðsluefni
HSveitur fræðsluefni
Símey fræðsluefni
Alfred jobs (Malta) kynningarefni
Opin Kerfi kynningarefni
BFO vefsíðumál
Blikklausnir vefsíðumál o.fl.
Kælitækni aðstoð við gerð kynningarefnis
Lindin þvottastöð samfélagsmiðlar
Garmin kennsluefni snjallúr
Hafðu Samband
Hafðu samband til að ræða hvernig ég get aðstoðað þitt fyrirtæki, símanúmerið er 6868686
eða smelltu á "Komdu í spjall" þar sem ég mun svara.